Flokkur: Fiskréttur

Nafn: Hátíðarfiskréttur

Fjöldi skammta: 4-5

Matreiðslutími: 30-40 mín

Innihald:
800 gr ýsa
2 saxaðar paprikur
1 sneiddur blaðlaukur
150 gr rifinn ostur
2 dl muldar kartöfluflögur (papriku)
2,5 dl rjómi
4 msk hveiti
4 msk smjör
2 msk ólífuolía
1-2 tsk tómatpuré
¼ tsk turmeric
¼ tsk karrý
1 tsk ítalskt seasoning eða season all
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 fiskteningur

Aðferð:
Látið grænmetið krauma í tveim matskeiðum af smjöri þar til það verður meyrt. Bætið 1 msk. hveiti út í ásamt 1 dl. af vatni, rjóma, tómatkrafti og meira vatn ef sósan er of þykk. Kryddið með turmeric, karrý, seasoninu og fiskteningnum. Látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur og hrærið í af og til. Athugasemdir: Gott er að hafa soðin hrísgrjón og/eða hvítlauksbrauð með. Blandið saman 3 msk hveiti, 1 tsk. salt og ½ tsk pipar í djúpan disk. Hitið á pönnu 2 msk af smjöri og 2 msk af olíu. Veltið fiskinum upp úr hveitinu og steikið fiskinn 2 til 3 mín. á hvorri hlið. Hellið grænmetissósunni í smurt eldfastmót og raðið fiskbitunum þar ofan á. Blandið saman osti og muldum kartöfluflögum og stráið yfir fiskinn. Bregðið undir glóð eða hitið í ofni þar til osturinn er bráðnaður.