Skype á íslensku undirskriftasöfnun
Grettisgata 86

27 febrúar 2010  

Lengi lifi bloggið
Þá er nú kominn tími til að skrifa eitthvað gáfulegt á þetta blogg mitt, sem enn er á lífi þó að andardrættir þess séu nú heldur langir ;) Ég ætla nú ekki að fara rifja upp allt sem hefur gerst síðan ég bloggaði að viti síðast, því það myndi bara taka marga klukkutíma.... þannig að þetta blogg fer ekki aftar en 1. janúar 2010 ;)

Cross Fit
Já hvað er nú þetta Cross Fit? Ég var sjálfur búinn að pæla svolítið í þessu og skoða hvað þetta væri. Þetta eru semsagt mjög fjölbreyttir tímar sem eiga að gefa manni alhliða þjálfun... eða hvernig sem maður á lýsa þessu í stuttu máli. Ég lét svo loks verða að því í janúar að skrá mig í grunnnámskeið í Cross Fit og eftir 6 vikur var ég alveg orðinn "húkt" á þetta. Nú er ég farinn að mæta í s.k. WOD Cross Fit tíma (WOD = Work Of Day) sem er í raun beint framhald af grunnnámskeiðinu.... ég get bara ekki sagt annað en að þetta er algjör snilld... fíla þetta alveg í botn. Cross Fit er komið til að vera.

Afmæli
Ég og Christína áttum svo afmæli 15. febrúar þar sem við vorum þá búin að vera saman í 3 ár. Í tilefni að því fórum við út að borða á Friday's og þar beið bæði rauð rós og kertaljós á borði sem undirritaður hafði skipulagt fyrr um daginn ;) Eftir góðan aðalrétt og dýrindis "double chocolate fudge" eftirrétt, skelltum við okkur í bíó á góða ævintýramynd, The Lightning Thief. Myndin var bara mjög fín og var góður endir á góðum degi :)

Mosfellskórinn
Svo er búið að vera nóg að gera í kórnum. Við réðum t.d. nýjan kórstjóra þar sem hinn fyrri hætti á miðju tímabili. Svo héldum við kórakvöld í byrjun febrúar þar sem 3 öðrum kórum var boðið. Þar sem ég er gjaldkeri kórsins þá féll það í mínar hendur að versla áfengið sem við ætluðum að selja á barnum. Ég fór því í Mosfellsbæjar"mjólkurbúðina" og kom til baka með fullan Auris af áfengi og fannst það nú vera ansi ríflegt.... sem kom líka á daginn þar sem við skiluðum meira en helmingnum til baka. En kórakvöldið heppnaðist mjög vel og allir skemmtu sér vel að mér sýndist.... ekki var heldur verra að kórinn kom út í gróða ;) Svo er á döfinni árshátíð og æfingabúðir hjá kórnum næstu helgi... þannig það er nóg að brasa í kórnum.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur skötuhjúunum og við stefnum á Akureyri um páskana... alltaf gott að komast norður úr stressinu í borginni.

Vonandi eigið þið öll góða helgi!!

Yfir og út...

Grétar Orri skrifaði kl. 15:44

14 febrúar 2010  

Já sæll! Það er komið 2010.

Bara rétt að athuga hvort að þetta blogg mitt virki ekki ennþá.

Það kemur allavegana í ljós :)

Grétar Orri skrifaði kl. 19:50

31 október 2008  

Hæ hó!

Bara að láta vita að ég er enn á lífi ;)

Hver veit nema maður fari að dusta rykið af þessu bloggi með tíð og tíma.

Góða helgi!

Grétar Orri skrifaði kl. 22:13

17 apríl 2008  

Afmælistónleikar Mosfellskórsins


Þann 23. apríl nk. mun ég syngja á stórtónleikum með Mosfellskórnum og hvet ég alla til að mæta ;)

Miða er hægt að kaupa á midi.is (http://midi.is/tonleikar/1/5181/) eða bara með því að hafa samband við mig ;)

Sjá nánar í auglýsingunni hérna fyrir neðan.

Grétar Orri skrifaði kl. 17:49

12 nóvember 2007  

Jæja.... long time no hear :)

Það er nú ekki seinna vænna en að fara að skrifa eitthvað hérna inná. Það er ýmislegt í fréttum síðan síðasta færsla var skrifuð, en ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda það hér.
Tvennt stendur uppúr:

Road Trip
Ég, Christína, Stefán og Helga fórum á Road Trip til 6 landa á 12 dögum í tilefni af útskrift Stefáns úr læknisfræði. Löndin sem urðu fyrir valinu voru Danmörk, Ungverjaland, Slóvenía, Króatía, Ítalía og Austurríki. Við leigðum bílaleigubíl og keyrðum heilmikið og skoðuðum margt merkilegt. En þar sem myndir segja miklu meira en nokkur orð þá er hér smá myndaalbúm með myndum úr ferðinni.
6 lönd á 12 dögum


Hrólfur bróðir orðinn pabbi,
pabbi orðinn afi
og ég orðinn náfrændi

Já, Hrólfur og Genevieve eignuðust ljóshærðan son þann 9. nóvember síðastliðinn. Litli strákurinn er algjört krútt og spjarar sig mjög vel. Ég og Christína gáfum nýbökuðu foreldrunum í vöggugjöf aðgang að barnanet.is í eitt ár. Það eru strax komnar myndir á síðuna... kíkið endilega á hann Sólon Þorra frænda minn.
http://www.barnanet.is/solon/


Ekki fleira í bili... njótið myndanna!

Grétar Orri skrifaði kl. 20:14