Pabbi
Pabbi minn heitir Kristinn Eyjólfsson og er fæddur og uppalinn að Kálfafelli í Suðursveit, sem er á Austurlandi nálægt Höfn í Hornafirði. Hann er menntaður barnalæknir og vinnur á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Hann vinnur einnig á neyðarflugvaktinni, sem sér um öll neyðartillvik þar sem flugvélar er þörf frá Höfn í Hornafirði að Húnaflóa, stundum hafa þeir meira að segja þurft að fara alla leið til Grænlands.
Pabbi hefur mjög gaman að því að veiða og fer hann ávallt á hverju ári í laxveiði með sama genginu. Hann er mikið fyrir allskyns útiveru og ferðalög, hann er t.d. í gönguklúbbi sem kallar sig Förusveina, en sá klúbbur fer alltaf í nokkra daga gönguferð á hverju sumri. Pabbi hefur einnig látið langþráðan draum rætast og á nú lítinn húsbíl og nú er hann líka alltaf á flakki á bílnum hingað og þangað :-) Hann er mikill íþróttamaður og æfir stíft, aðallega hlaup og rúlluskíði á sumrin, en á veturna er það mest gönguskíðin sem heilla, enda hefur hann ekki farið ófá skiptin í Vasagönguna (90 km skíðaganga), nú síðast árið 2004.
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Laxveiði á Íslandi
Ferðafélag Akureyrar
Hrólfur Máni
Elsti bróðir minn heitir Hrólfur Máni, hann fæddur í Reykjavíkinni, en er eiginlega uppalin á þremur stöðum þ.e.a.s. Reykjvík, Falun í Svíþjóð og svo á Akureyri :-) Hrólfur er með Mastergráðu í Landslagsarkitektur sem hann tók í Noregi og Canada. Hann býr núna í Saskatoon í Canada ásamt konunni sinni Geneviève. Hrólfur vinnur nú hjá skrúðgarðyrkjudeildinni hjá bænum (Saskatoon), í mjög góðri stöðu. Hrólfur er mikill áhugamaður um tölvur og hefur ávallt verið mikill fiktari og grúskari í þeim málum.... við pössum ágætlega saman að því leytinu :-) Hann er einnig mikið fyrir útivist og ferðalög og hafa hann og Geneviève farið mikið í útilegur í sumar. Á veturna nýtur hann þess líka að fara á gönguskíði með konunni!

Félag landslagsarkítekta í Saskatchewan fylki
Vefsíða Hrólfs og Geneviève
Stefán Snær
Mið bróðir minn heitir Stefán Snær og er fæddur á Akureyri, en uppalin bæði á Akureyri og í Falun í Svíþjóð. Hann er að læra læknisfræði í Bandarískum háskóla í Debrecen í Ungverjalandi og er hann kominn á 5. ár þar. Þetta er semsagt 5. veturinn sem hann er í Ungverjalandi og í þetta skiptið er Helga kærasta hans með honum. Stefán er algjör íþrótta- og útivistarfíkill, enda er hann alltaf skokkandi eða á rúlluskíðum í Debrecen. Á sumrin hefur hann verið á Akureyri að vinna á sjúkrahúsinu og nú síðast sem deildarlæknir á geðdeildinni.. Á veturna skellir Stefán sér oft á gönguskíði þó að snjórinn í Ungverjalandi sé nú ekki mikill. Margir líta á hann stórum augum þegar hann er á gönguskíðunum eða hvað þá þegar hann er á rúlluskíðunum um bæinn! Löggan hefur meira segja einu stoppað hann þegar hann var á gönguskíðum og spurt hvað hann væri eiginlega að gera, en þegar þeir sáu skíðin þá fannst þeim þetta bara fyndið og héldu áfram leiðar sinnar. Helga kærasta Stefáns fór núna í haust með honum út.
Háskólinn í Debrecen
Vefsíða Stefáns
Bloggsíða Helgu og Stefáns
Geneviève Erin
"Stóra systir mín" og konan hans Hrólfs heitir Geneviève Erinn og er hún fædd og uppalin í Saskatoon, sem er í Saskatchewan fylki í Canada. Hún er með Mastergráðu í Landslagsarkitektur og vinnur á sömu landslagsarkitektastofu og Hrólfur þ.e.a.s. Crosby Hanna & Associates - Landscape Architecture and Planning. Geneviève er rosalega lagin í höndunum og ég er alveg viss um að ef hún væri ekki arkítekt þá væri hún listamaður, en auðvitað er það einnig góður eiginleiki í starfi arkítekts. Það reka kannski margir upp stór augu þegar þeir lesa hér fyrstu línurnar og sjá orðin "systir mín", en frá því að Geneviève var ein hjá okkur fyrstu mánuðina sem hún kom til Íslands hefur hún verið mér sem systir. Upp frá því hef ég alltaf talað um hana í gríni sem systur mína :-)
Félag landslagsarkítekta í Saskatchewan fylki
Vefsíða Hrólfs og Geneviève
Helga Margrét Malmquist
Helga er kærastan hans Stefáns og er hún fædd og uppalin á Norðurlandinu nánar tiltekið á Akureyri. Hún er snyrtifræðingur að mennt og hefur meðal annars unnið sem slíkur á Hótel Nordica á hinu vinsæla Nordica Spa. Núna vinnur hún á snyrtistofu í Ungverjalandi í bænum Debrecen. Helga elskar hunda og á hún einn slíkan hér á klakanum sem heitir Anja, sem er af tegundinni Irish Setter. Helga er mjög jákvæð og brosmild og er mjög þægileg í viðmóti og hún hefur sko húmorinn í lagi ;-). Strax og Helga var farin að standa í lappirnar fór hún að vera á skíðum og æfði alpagreinarnar stíft til 17 ára aldurs. Gönguskíðin áttu svo einnig hug hennar í 3 ár, þannig að það er bara tímaspursmál hvenær við náum að draga hana með okkur í Vasagönguna ;-)
Bloggsíða Helgu og Stefáns